Jahérna, nú er orðið langt síðan síðast og ógnar margt búið að gerast.
Búið er að hlaða, setja upp sperrur og steypa á milli þeirra og yfir dyr og glugga. Kjarri kom þar að í skiptum fyrir hellulagningu heima hjá honum fyrr í sumar. Eins hefur hann lánað mér steypuhrærivél, batteríishöggborvél, brotvél, járnplötunagara, nokkra bori og fleira til.
Klæðningin er komin á þakið og þakjárninu hefur verið stillt af og tillt.


Gummi Salla ætlar að koma mér á stað í að setja glugga og hurð í.
Og ég byrjaði í dag að laga til, sópa, koma steypumöl frá húsinu og í bílastæðisjaðarinn, pússningarsandinn setti ég yfir rörin niður við veg, bjó mér út hillur úr holsteini og dokaflekum, setti hjólið inn í fyrsta skipti í gær, fékk rist hjá Halla píp og keypti 90mm rör til að leiða vatn frá geymsludyrunum.

Free Lightbox Gallery