Ákvað í morgunn að þoka byggingu geymslunnar áfram frekar en að vinna að vegghleðslu á Halldórsstöðum.
Ég náði að klára ellefta lagið frá 10-17:00. Í það lag kemur steyptur styrkingarbiti yfir dyrum og á því hvíla sperrurnar að norðanverðu. Í tólfta lagið kemur samskonar biti yfir gluggum auk steypu milli sperra á norðurhliðinni.
Ég áætla að ég noti um 70 steina í viðbót, en þá er minna en eitt bretti af sex eftir af því sem ég fékk.
Steyptur biti yfir dyrum kemur í ellefta lagið og annar með láréttu járni í tólfta lagið yfir gluggum. Sperrurnar hvíla á ellefta laginu að norðan og hyggst ég steypa milli þeirra og eitt lag niður. Járnin standa uppúr ellefta laginu rétt upp á miðja sperru. Síðan bora ég fyrir einu láréttu járni í gegnum sperrurnar og þurfa lóðréttu járnin að ná upp fyrir það lárétta sem fer í gegnum sperrurnar.
Þakskeggið nær um 30sm út fyrir ytri brún á vegg með 4,2m sperrum 50x150mm. 
Mesta hæð á hábáru bárujárns verður 3185mm og minnsta 2454mm sem gerir 17,5% halli.
Mesta hæð upp í sperru inni verður 2901mm og minnsta hæð upp í sperru inni verður 2346mm


Free Lightbox Gallery