Undanfarnir dagar hafa verið nokkuð hlýir og að mestu lausir við úrkomu. Ég er farinn að greina mun hægari vöxt hjá trjá og -lynggróðri. Sumarið virðist ætla að enda einhverntíman á næstunni.

Undanfarið hefur gengið svolítið betur við hleðslu geymslunnar. Ég er kominn með næstum nóg af því efni sem ég tel þurfa til að klára geymsluna s.s. eins og þakpappa, pappasaum, þaksaum, þakklæðninguna, 3" nagla, bárujárnið, þakrennu, sement, þrjá glugga og hurð.
Ég er hálfnaður með sjöunda lagið sem um leið er annað lag ofan gluggasyllu og hef notað 270 steina af 600, þannig að það lítur enn út fyrir að vera nóg.
Ég hef leyfi frá Steinsteypi til að taka steypumöl hjá þeim og pússningasandinn tek ég úr Bjössanámu sem er við afleggjarann heim að fuglahúsinu sunnan við Kaldbak.


Ég hef undirstungið Sigga Illuga um málningu, en fyrst hyggst ég múrkústa húsið til að loga götunum á holsteininum.
Í gær kláraði ég lítið verkefni á Miðgarði 1 og renndi einnig upp í Halldórsstaði til móts við Sigurð Þór sem sagðist vera áhyggjufullur um að ég næði að klára vegginn fyrir veturinn. Við sammæltumst um hæð á neðstu botnsteinum og bílastæðinu.

Í dag lauk ég við áttunda lagið, styllti framlengingu skapalónanna af með hallamáli og tók hornin nákvæmlega rétt með lazernum mínum litla og nýja sem ég keypti á átján þúsund í Heimamönnum í gær. Keypti líka Air fryer þar.
Norðurhliðin er ekki alveg nógu rétt inn/út en allir veggir virðast vera mjög réttir í hæð.

Free Lightbox Gallery