Í dag er þítt með rigningu ofaná talsvert frost í malarjarðvegi. Hálka er á vegum niður undir Laxamýri.

Ég kláraði að fylla sand að sökkli hússins hér og þá eru aðeins eftir 5-10hjólbörur af sandi í afgang af því sem Rúnar færði mér, en það verður notað annarsstaðar í vor. Nú hef ég því lokað þeim vindgjóstri sem ég ætla að loka undir húsið í haust.

Það er eiginlega svolítið skrýtið hvað ég mæðist orðið fljótt. Aðeins mokstur, 17 skóflur, í einar hjólbörur krefst hvíldar.
En miklu er af mér létt að hafa náð að fylla að sökklinum því ég hef átt í bagsi með gólfkulda í þeim gaddi sem verið hefur undanfarna daga.

 Verkplan og veðurspá:

Meiningin var að snjóbræðslan yrði tengd í síðustu viku, en þar sem það brást ætlaði ég að strauja sandinn undir hellulagninguna í dag og reyna að helluleggja eitthvað á morgun. Vegna úrkomu og heilsu hvarf ég frá því að byrja yfir höfuð eitthvað á verkinu áður en ég fer suður á mánudagsmorgun.
Veðurspáin gæti orðið mér hliðholl við að strauja og helluleggja á fimmtudag.

 Og hér eru vísbendingar um áframhaldið úr 46 daga spánni frá ECMWF:
ATYGLISVERÐ SPÁ NÆSTU 5-6 VIKUR - ÚT DESEMBER

 https://www.facebook.com/profile.php?id=100010495749434

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1303861456640367&set=pcb.1303861689973677&type=3&theater

Free Lightbox Gallery